fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óskað eftir framboðum í varastjórn

9. október 2014 kl. 09:51

Sitjandi stjórn LH.

Framboð til sambandsstjórnar LH birtar.

Landsþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið á Selfossi 17. - 18. október n.k. þar sem kosin verður ný stjórn samtakanna til næstu tveggja ára.

Fresti  til að skila inn framboðum til stjórnar  lauk um helgina. Stjórnin er skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum og taka þeir sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðahlutfall.

Á fyrsta stjórnarfundi að afloknu landsþingi LH skal stjórn LH skipta með sér verkum, kjósa varaformann, ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna.

 Kjörnefnd LH hefur birt framboð til stjórnar fyrir starfsárin 2014-2016.

Formaður:
Eitt framboð barst til formennsku samtakanna og er formaður því sjálfkjörinn Haraldur Þórarinsson, núverandi formaður.

Aðalstjórn :
Kjörnir eru 6 aðalstjórnarmenn, auk formanns, og bárust  alls 10 framboð. Fimm frá sitjandi stjórnarmönnum, tvö frá varastjórnarmönnum og þrjú ný framboð.  

Eftirtaldir gefa kost á sér til aðalstjórnar:

Andrea Þorvaldsdóttir – Létti
Sigurður Ævarsson – Sörla
Erla Guðný Gylfadóttir - Spretti
Þorvarður Helgason – Fáki
Sigrún Þórðardóttir - Þyt
Stefán Ármannsson- Dreyra
Sigurður Ágústsson – Neista
Jóna Dís Bragadóttir - Herði
Ólafur Þórisson – Geysi
Rúnar Þór Guðbrandsson – Herði

 Varastjórn:

Kjósa skal 5 varastjórnarmenn.  Þrjú framboð bárust til varastjórnar og skv. lögum LH er kjörnefnd „heimilt að samþykkja framboð sem koma fram síðar, enda hafi ekki komið fram nægur fjöldi frambjóðenda.“

Kjörnefnd auglýsir því eftir framboðum í varastjórn og mun kynna frambjóðendur þegar nær dregur landsþingi.