fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óskað eftir atriðum á Vesturlandssýninguna

25. febrúar 2015 kl. 11:29

Vesturlandssýningin í Borgarnesi 2014

Vestlenskir gæðingar og hestamenn koma fram á Faxaborg.

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambandi Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi, laugardaginn 28. mars næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá undirbúningsnefnd sýningarinnar.

"Þetta er fimmta árið í röð sem Vesturlandssýningin er haldin í Faxaborg og mun allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsilegust. Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum, unglingum, ungmennum ásamt fimmgangs og fjórgangshestum, skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. 

Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við:

Sérstakir tengiliðir fyrir atriði  barna, unglinga og ungmenna eru:
Almennt: Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is, gsm: 892-5678
Siguroddur Pétursson, siguroddur@gmail.com, gsm: 897-9392

Tengiliðir kynbótahrossa og ræktunarbúa:
Benedikt Þór Kristjánsson, bennikr@internet.is, gsm: 896-1581
Hlöðver Hlöðversson, toddi@simnet.is, gsm: 661-7308

Tengiliður barna:Heiða Dís Fjeldsted, ferjukot@gmail.com, gsm: 862-8932
Tengiliður unglinga:Linda Rún Pétursdóttir, lindarunp@gmail.com, gsm: 892-4050
Tengiliður ungmenna: Siguroddur Pétursson, siguroddur@gmail.com, gsm: 897-9392  

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að vera með ræktunarbúsýningu setjið ykkur í samband fyrir 5. mars."