mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óskabyrjun hjá Eyjólfi

11. febrúar 2011 kl. 08:36

Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk frá Þingnesi.

Fjórgangur í KEA mótaröðinni

Rósberg Óttarsson:

Það voru 39 hross skráð til leiks í fjórgangi á KEA mótaröðinni sem fram fór í gærkvöldi. Keppnin var æsispennandi en eftir forkeppnina stóð Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk frá Þingnesi efstur en á eftir honum komu Stefán Friðgeirsson á Svani Baldri frá Litla Hóli og Guðmundur Karl Tryggvason á Þrumu frá Akureyri. Margir knapar voru jafnir í næstu sætum á eftir og eftir reikistefnu hjá dómurunum var ákveðið að átta hross yrðu í A-úrslitum. Helga Árnadóttir sigraði B-úrslitin en Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk hélt sínu striki og sigraði örugglega.

A – Úrslit:
1 Eyjólfur Þorsteinsson, Ósk frá Þingnesi 6,93
2 Stefán Friðgeirsson, Svanur Baldur frá Litla-Hóli 6,67
3 Camilla Höj, Hekla frá Hólshúsum 6,57
4 Helga Árnadóttir, Ás frá Skriðulandi 6,53
5 Anna Kristín Friðriksdóttir, Glaður frá Grund 6,53
6 Guðmundur Karl Tryggvason, Þruma frá Akureyri 6,47
7 Baldvin Ari Guðlaugsson, Logar frá Möðrufelli 6,43
7 Viðar Bragason, Amanda Vala frá Skriðulandi 6,17