miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óska eftir 50 milljónum

16. október 2015 kl. 14:15

Kynbótabrautin á nýja Landsmótssvæðinu á Hólum

Vantar að setja meira fé í uppbygginguna á Hólum.

Samkvæmt Fréttablaðinu í dag hefur sveitarfélagið Skagafjörður óskað eftir 50 milljóna króna framlagi frá hinu opinbera til að byggja upp landsmótssvæðið á Hólum í Hjaltadal. Þetta kemur fram í umsögn sveitarfélagsins til fjárlaganefndar um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016.

"Í síðustu fjárlögum var aukafjárveiting til landsmótssvæðisins, um 40 milljónir króna. Kom sú fjárhæð inn á fjárlög sem breytingartillaga fjárlaganefndar á lokametrum frumvarpsgerðarinnar.

Landssamband hestamannafélaga heldur landsmót hestamanna á Hólum á næsta ári. Á þessu ári hefur 85 milljónum króna verið varið í uppbyggingu á svæðinu til að hægt sé að halda landsmót á svæðinu og áformar sveitarfélagið Skagafjörður að halda áfram uppbyggingu á næsta ári fyrir um 50 milljónir.

„Við tókum að okkur verkefnið á þessu ári og höfum verið að byggja upp aðstöðu sem mun nýtast Hólaskóla í þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þegar við hófum uppbyggingu á svæðinu í sumar sáum við að við þurfum að dytta að einu og öðru á næsta ári og þess vegna þurfum við að sækja um aukafjármagn,“ segir Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri Skagafjarðar."