þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ósk frá Þingnesi fyrrv heimsmeistari keppti fyrir Sviss

8. ágúst 2013 kl. 09:01

Eyjólfur og Ósk frá Þingnesi

Ósk frá Þingnesi, fyrrverandi heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum árið 2011 með nýjan knapa, Lisu Staubli.

Rétt í þessu var Lisa Staubli og Ósk frá Þingnesi að ljúka sinni sýningu. Eins og flestir muna eftir, þá var Ósk frá Þingnesi heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á heimsmeistaramótinu 2011 í Austurríki, þá með Eyjólf Þorsteinsson sem knapa.

Nú er Ósk komin með nýjan knapa, Lisu Staubli og keppa þær fyrir Sviss. Lisa og Ósk gerðu því miður engar rósir í slaktaumatöltinu að þessu sinni en þær hlutu 6.73 og 13 sætið sem stendur. Eyjólfur náði silfrinu í slaktaumatöltinu á HM 2011 en þau Ósk voru sterkust í þeirri grein.

Engar breytingar hafa átt sér stað á efstu fimm hestunum hingað til, en eftir eru margir sem þykja líklegir.