laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ósk frá Íbishóli fallin

Jens Einarsson
10. janúar 2011 kl. 10:32

Afkvæmin taka við segir Magnús bóndi

Gæðingurinn og ræktunarhryssan Ósk frá Íbishóli er fallin. Hún fannst dauð í haganum skömmu fyrir jól, hafði skorðast og orðið afvelta á milli þúfna og ekki náð að losa sig.

Ósk var undan Gnótt frá Ytra-Skörðugili og Óð frá Brún. Undan Gnótt er stóðhesturinn og heimsmeistarinn í tölti Fengur frá Íbishóli. Ósk fékk 8,37 í aðaleinkunn þegar hún var sýnd í kynbótadómi. Hún á fjögur skráð afkvæmi og það elsta, Spes frá Íbishóli undan Þokka frá Kýrholti, er þegar komin í fyrstu verðlaun með 8,13 í aðaleinkunn.

Magnús B. Magnússon á Íbishóli segir að skaðinn sé mikill en afkvæmin taki við. Tveir stóðhestar undan Ósk eru nú í tamningu á Íbishóli. Spjallað er við Magnús í fyrsta tölublaði af Hestum og hestamönnum sem kemur út 20. janúar.