þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öruggt hjá Siguroddi

odinn@eidfaxi.is
23. júní 2019 kl. 18:17

Siguroddur og Steggur frá Hrísdal.

Keppni á RVK móti lauk með töltúrslitum T1 meistara.

Það var nokkuð öruggt allt frá upphafi hjá Siguroddi Péturssyni og Stegg frá Hrísdal í töltkeppninni hér á Reykjavíkurmótinu í Víðidal enda sigraði hann með talsverðum mun. Annar verð Jakob Svavar á Konsert og Þórarinn og Hringur urðu þriðju.

Niðurstöður í tölti voru eftirfarandi:

1 Siguroddur Pétursson / Steggur frá Hrísdal 8,67

2 Jakob Svavar Sigurðsson / Konsert frá Hofi 8,22

3 Þórarinn Ragnarsson / Hringur frá Gunnarsstöðum I 7,78

4 Hinrik Bragason / Hrókur frá Hjarðartúni 7,78 Reykjavíkurmeistari

5 Hulda Gústafsdóttir / Draupnir frá Brautarholti 7,72

6 Lára Jóhannsdóttir / Gormur frá Herríðarhóli 7,44