fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórður má sýna kynbóthross

Jens Einarsson
13. október 2009 kl. 18:43

Fagráð í hrossarækt einhuga

Þórður Þorgeirsson má sýna kynbótahross hér eftir sem hingað til, þrátt fyrir tólf mánaða keppnisbann aganefndar LH. Fagráð í hrossarækt er einróma um þá skoðun að bannið nái ekki til sýninga á kynbótahrossum.

Reglur um kynbótasýningar skýrar

„Við ályktuðum ekki sérstaklega um málið á fagráðsfundi í dag, einfaldlega vegna þess að ekkert formlegt erindi þess efnis barst á fundinn,“ segir Kristinn Guðnason, formaður fagráðs í hrossarækt.

„Málið var hins vegar rætt og allir sammála um að okkar reglur séu skýrar hvað þetta varðar. Það er í valdi kynbótadómnefndar á hverjum stað hvort knapa er vísað úr keppni, til dæmis vegna ölvunar. Við teljum það utan okkar valdssviðs hvort knapi drekkur áfengi þegar hann er ekki að sýna hross, svo fremi hann sé allsgáður í sýningu.“

Tvö aðskyld mál

- Það er þá ykkar skoðun að keppni og sýningar á vegum LH annars vegar, og kynbótasýningar hins vegar, séu tvö aðskyld mál?

„Já, að þessu leyti. Við efumst ekkert um vald landsliðseinvaldar til að vísa Þórði úr landsliðinu. En eins og koma fram á heimsmeistaramótinu í Sviss þá hafði það ekki áhrif á það að hann mátti áfram sýna kynbótahross. Hann sýndi kynbótahross fyrir Þýskaland eftir að honum var vísað úr íslenska landsliðinu,“ segir Kristinn.