fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öruggur sigur Ísólfs

odinn@eidfaxi.is
13. febrúar 2015 kl. 09:04

Ísólfur Líndal og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.

Spennandi keppni í Meistaradeildinni. Flestir sammála um að keppa mætti oftar í gæðingafimi.

Ísólfur Líndal átti frábært kvöld í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann reið hesti sínum Kristófer frá Hjaltastaðahvammi af miklu öryggi og landaði öruggum sigri. Þeir félagar voru aðrir í ráslistanum en þó mörgum finnist vont að vera á meðal fyrstu manna þá hafði það ekki áhrif á Ísólf og Kristófer.

Þeir leiddu keppnina allan tíman en hjónaleysin á Oddhóli þau Sylvía og Árni björn hjuggu nálægt honum.

Fimm efstu hestar kepptu svo til úrslita og áttu Árni Björn og Aðalheiður Anna þar betri sýningar en í forkeppninni og pressan því talsverð á Ísólfi þegar röðin kom að honum, en hann reið sitt prógram seinastur.

Það var aldrei spurning hver átti sigurinn og reið Ísólfur úrslitaprógramið af miklu öryggi.

Ísólfur hélt því efsta sætinu í úrslitum en hann hlaut 8.05 í einkunn. Árni Björn Pálsson hafnaði í öðru sæti og Aðalheiður Anna fór úr fimmta sætinu í það þriðja.

Það voru tvenn pör sem áhorfendur voru spenntastir fyrir að sjá en það voru þau Daníel/Arion og Olil/Frami enda bæði pörin líkleg til að gera það gott. Ekki heppnuðust sýningar þeirra eins og ætla mátti enda er gæðingafimin sú grein sem erfiðast er að spá fyrir um úrslit í.

Eftir gæðingafimina leiðir Ísólfur í einstaklingskeppninni og lið Auðsholtshjáleigu í liða keppninni en hægt er að sjá stöðuna hér.

A úrslit

Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum 7,95

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Spretta frá Gunnarsstöðum 7,70

Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli 7,61

Eyrún Ýr Pálsdóttir – Kjarval frá Blönduósi 7,45

Ísólfur Líndal Þórisson -Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 8,05

Forkeppni

Ísólfur Líndal Þórisson -Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,45

Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli 7,43

Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum 7,43

Eyrún Ýr Pálsdóttir – Kjarval frá Blönduósi 7,12

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Spretta frá Gunnarsstöðum 7,05

Jakob S Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk 7,02

Helga Una Björnsdóttir - Vág frá Höfðabakka 6,93

John Kristinn Sigurjónsson - Sigríður frá Feti 6,85

Lena Zielenski- Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2 6,65

Sigurður Sigurðarson - Dreyri frá Hjaltasöðum 6,65

Ragnar Tómasson - Sleipnir frá Árnanesi 6,57

Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum 6,55

Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni 6,28

Olil Amble - Frami frá Ketilsstöðum 6,28

Hulda Gústafsdóttir - Kiljan frá Holtsmúla 1 6,27

Hinrik Bragason - Geisli frá Svanavatni 6,18

Sigurbjörn Bárðarson - Jarl frá Miðfossum 6,15

Sigurður Vignir Matthíasson - Roði frá Margrétarhofi 6,12

Reynir Örn Pálmasson - Röst frá Lækjamóti 6,10

Þórarinn Ragnarsson - Hrísey frá Langholtsparti 6,08

Viðar Ingólfsson - Dáð frá Jaðri 6,07

Guðmar Þór Pétursson - Katla frá Kommu 5,92

Daníel Jónsson - Arion frá Eystra-Fróðholti 5,83

 

Guðmundur Björgvins - Kilja frá Grindavík 5,58