föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ort um fáka

17. desember 2013 kl. 13:46

Gunnar Bjarnason sinnti starfi hrossaræktarráðunauts á árunum 1940-1961.

Gunnar Bjarnarson var oft á tíðum yrkisefni hestamanna.

Skáld og hagyrðingar hafa frá upphafi Íslandsbyggðar ort um samskipti sín við hestinn. Sérstaklega var það vinsæl iðja á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Menn ortu um hin ýmsu málefni sem tengdust hestum og gjarnan var hálfgerð ádeila í kvæðunum. Gunnar Bjarnason, sem var hrossaræktarráðunautur á árunum 1940-1961 var oft á tíðum yrkisefni hestamanna á meðan hann sinnti því starfi. Árið 1941 ferðaðist hann á mótorhjóli á hrossasýningar í Skagafirði. Við það tækifæri orti Stefán Vagnsson, þá bóndi á Hjaltastöðum og sýningarstjóri í á hrossasýningu í Skagafirði þetta kvæði:

 

„Talaði fátt um tölt og skeið

og tilþrif gæðinganna.

Sinni mótormeri reið

milli sýninganna.“

 

Heimild : ,,Fjörið blikar augum í..." - Safn hestavísna eftir Albert Jóhannsson

Ef að þú lumar á skemmtilegri hestavísu sendu á eidfaxi@eidfaxi.is