föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Orri frá Þúfu í Hestablaðinu

16. mars 2011 kl. 10:07

Orri frá Þúfu á LM1990, knapi Rúna Einarsdóttir. Mynd/Þorgeir Guðlaugsson.

Úttekt, viðtöl og myndir

Orri frá Þúfu er aðalleikari í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 17. mars. Ítarleg úttekt er gerð á sögu og áhrifum Orra, sem er 25 ára um þessar mundir. Allt blaðið er lagt undir þá umfjöllun.

Rifjað er upp það helsta sem Orra tengist í sögu hrossaræktarinnar. Vitnað er í eldri skrif um hestinn og helstu samferðamenn hestsins teknir tali. Við sögu koma Indriði Ólafsson, ræktandi Orra, Bragi Andrésson, sem á stærstan þátt í að Orri var "uppgötvaður", Rúna Einarsdóttir, Gunnar Arnarson, Sigurður Sæmundsson, Bjarni Þorkelsson, Þorvaldur Sveinsson á Kjartansstöðum og Andrés Kristinsson á Kvíkabekk. Ýmsar tölfræðilegar upplýsingar eru um áhrif hans í ræktuninni. Auk þess sem það er prýtt fjölda mynda.

Orri frá Þúfu í Hesablaðinu. Blað sem enginn áhugamaður um hrossarækt og hestamennsku má láta fram hjá sér fara.