mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Orri á flest keppnishrossin

4. júlí 2012 kl. 15:45

feður kynbótahrossa á Landsmóti 2012

Orri frá Þúfu ber höfuð og herðar yfir aðra stóðhesta sem faðir keppnishesta. Þrátt fyrir háværa gagnrýni hrossaræktarmanna á sínum tíma um að hann gæfi hross með allar gangtegundir ónýtar.

Orri á 27 afkvæmi í gæðinga- keppni LM2012 og þá er verið að tala um allar keppnisgreinar fyrir utan kynbótasýningar.

Sá hestur sem kemst næst Orra er Gustur frá Hóli með 16 afkvæmi, en Gustur hefur reynst farsæll á þessu sviði.

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum kemur sterkur inn og virðist vera meiri keppnishestafaðir en „kynbótafaðir“. Hann er í þriðja til fjórða sæti á listanum með 13 af kvæmi í keppni og slær þar við Sæ frá Bakkakoti, sem er jafngamall en kominn með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í kynbótamati.
Jafn Rökkva er Hróður frá Refsstöðum, Sleipnisbikarhafi frá LM2008.
Sveinn Hervar frá Þúfu, sem hefur verið drjúgur á þessum vettvangi, er með 11 afkvæmi.
Klettur frá Hvammi og Aron frá Strandarhöfði eru jafnir með 9 afkvæmi. 

Kemur góð staða Kletts nokkuð á óvart en Aron hefur verið talinn mun drýgri sem keppnis- hestafaðir. Þóroddur frá Þór- oddsstöðum kemur einnig sterkur inn á völlinn með 8 af- kvæmi í keppni og er greinilega að styrkja stöðu sína jafnt og þétt sem kynbótahestur. Á meðfylgjandi lista eru stóðhestar sem eiga þrjú afkvæmi og fleiri í keppni á LM2012.

Meira í Landsmótsblaði Hestablaðsins.
Áskriftarsími Hestablaðsins er 511 6622.