mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Örmerkinganámskeið

29. janúar 2014 kl. 14:00

Bókleg kennsla ásamt kennslu í ísetningu örmerkja

Örmerkinganámskeið eru haldin á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eins oft og þurfa þykir. Sá háttur er hafður á að setja áhugasama á lista og þegar listinn telur á bilinu 10-20 manns er haldið námskeið. Staðsetning námskeiðs ræðst yfirleitt af fjölda þátttakenda frá ákveðnu svæði.

Námskeið hefst kl. 10:00 að morgni með bóklegri kennslu fram að hádegi þar sem farið er yfir lög og reglugerðir er snúa að örmerkingum hrossa ásamt leiðbeiningum í því hvernig staðið er að örmerkingum hrossa og farið er yfir það hvernig einstaklingsmerkingarblað er fyllt út. Einnig er Worldfengur og skýrsluhald í hrossarækt kynnt. Kl. 13:00 er kennsla í ísetningu örmerkja og aflestri. Námskeiðslok eru yfirleitt um kl. 16:00.

Starfsmenn á hrossaræktarsviði RML leiðbeina á námskeiðunum. Áhugasömum um örmerkinganámskeið er bent á að hafa samband við Steinunni Önnu í gegnum netfangið sah@rml.is eða í síma 516-5045.