sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Örfá sæti laus á reiðnámskeið

31. janúar 2015 kl. 12:00

Anton Páll Níelsson

Helgarnámskeið með Antoni Níelssyni.

Opið er fyrir skráningu allra á helgarnámskeið með reiðkennaranum reynslumikla, Antoni Níelssyni sem fram fer í Sörla helgina 13-15 febrúar næstkomandi. Búast má við fróðlegu og skemmtilegu námskeiði enda býr Anton yfir margra ára reynslu sem reiðkennari og er það mál manna sem setið hafa námskeið hjá honum að hann sé bæði hreinskilinn og árangursmiðaður kennari. Námskeiðið hefst með bóklegri kennslu á föstudeginum og er einkakennsla á laugardegi og sunnudegi. Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig sem fyrst þar sem námskeiðið fyllist hratt.

Skráning:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add