miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Örfá sæti laus á námskeið Endurmenntunar LbhÍ

23. janúar 2012 kl. 11:46

Örfá sæti laus á námskeið Endurmenntunar LbhÍ

Skráning stendur nú yfir á fjórum afar spennandi námskeiðum á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands:

Keppnisknapinn – Örfá sæti laus!

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á fimm helga námskeið fyrir keppendur í íþrótta- og gæðingamótum. Fjórar markvissar kennsluhelgar auk fimmtu helgarinnar þar sem undirbúin er sýning og tekið þátt í formlegu móti.

Námskeiðið Keppnisknapinn er hugsað fyrir þá sem vilja auka færni sína og reynslu í algengustu keppnisgreinum íslenska hestsins.  Farið verður í þjálfun keppnishestsins, hvernig hann er sem best undirbúinn fyrir hinar ýmsu keppnisgreinar og hvernig sýningar eru útfærðar á árangursríkan hátt. Skilgreindar verða sterkar og veikar hliðar hvers hests og knapa auk þess sem líkamlegt ástand hestsins verður skoðað allt námskeiðið. Kennslan er einstaklingsmiðuð, en lögð áhersla á að nemar fylgist með hver öðrum. Í gegnum allt ferlið verður hugað að markmiðum og þjálfunarstigi hestsins.

Yfirumsjón og aðalkennari er afrekskeppnisknapinn og reiðkennarinn Sigurður Sigurðarson. Auk þess koma að kennslunni Lárus Ástmar Hannesson, formaður Gæðingadómarafélagsins og Gunnar Reynisson, sérfræðingur við LbhÍ.

 Vakin skal athygli á því að ekki er nauðsynlegt að vera með þjálfaðan keppnishest á námskeiðinu en hesturinn þarf  að vera mikið taminn og gangtegundir nokkuð hreinar.  Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir hestadómara og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).

Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-17. mars, 30.-31. mars og 27.-28. apríl. Tími frá 15:00-22:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga. Síðasta helgin verður styttri (86 kennslustundir).

Verð: 123.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar, bás og fóður)

Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is (Lárus)

 Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Hámarksfjöldi er á námskeiðinu og því fá inn þeir sem sækja um fyrstir.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 18.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is. Staðfestingargjaldið er hluti af heildarverðinu. Reikningur fyrir afgangnum er sendur viðkomandi eftir fyrstu helgina - hægt er að semja við gjaldkera LbhÍ um annað fyrirkomulag þegar þar að kemur.

 

Þjálfun reiðhestsins – örfá sæti laus!

Námskeið fyrir hestafólk sem vill bæta sig og sinn reiðhest.

Kennari: Ísólfur Líndal Þórisson reiðkennari.

Tími: 11.-12. feb. og 3.-4. mars kl. 9:00–19:00 (48 kennslustundir) á Hestamiðstöð LbhÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði

Verð: 52.500 kr Innifalið er kennsla, léttur hádegisverður og aðstaða fyrir hross viðkomandi helgi.

Hafi viðkomandi áhuga á gistingu má hafa samband við Lárus Ingibergsson húsvörð hjá LbhÍ en víða má einnig finna gistiaðstöðu í Borgarfirði.

Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Hámarksfjöldi er á námskeiðinu og því fá inn þeir sem sækja um fyrstir.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 9.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590.  Kvittun með skýringu send á endurmenntun@lbhi.is

 

Hestadómarinn

Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.

Nám þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi íþrótta- og gæðingadómara og fólk sem hyggst gerast dómarar en getur einnig nýst víðum hópi áhugasamra hestamanna. Námskeiðið er tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum og eflast í sínum störfum. Þeir sem hafa hug á að ná sér í dómararéttindi seinna meir fá þarna góðan grunn. Ræktendur fá innsýn í  hvernig hestar eru metnir og öðlast þekkingu á dómstörfum til að geta metið sína eigin hesta eða aðstoðað keppnisknapa. Þannig á þetta námskeið á að nýtast breiðum hópi fólks.

Námskeiðið er röð af fjórum helgarnámskeiðum. Námið er sambland af staðarnámi og fjarnámi – nemendur fá verkefni til að vinna á milli helga. Rauði þráðurinn í gegnum allt námskeiðið verður þjálfun í dómum hverrar gangtegundar.

Kennarar koma frá fræðslunefndum Íþrótta- og Gæðingadómarafélaganna auk þess sem Mette Mannseth, reiðkennari og knapi, Benedikt Líndal tamningameistari, Gunnar Reynisson, kennari við LbhÍ og Lárus Ástmar Hannesson, gæðingadómari munu koma að kennslunni. 

Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-18. mars, 30.-31. mars og 28. apríl. Tími frá 15:00-20:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga og einn sunnudag frá 10:00-15:00 (72 kennslustundir). Valfrjáls æfingdagur verður í tengslum við mót 28. apríl.

Verð: 86.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar)

 Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is (Lárus)

Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is. Staðfestingargjaldið er hluti af heildarverði námskeiðsins.

 Minnum á Starfsmenntasjóð bænda www.bondi.is - en þeir sem koma af lögbýlum sem eiga aðild að Bændasamtökum Íslands og greiða búnaðargjald geta sótt um styrk til þátttöku á þessu námskeiði sem og flestum þeim námskeiðum sem Endurmenntun LbhÍ býður fram!

 

Þjálfun keppnishests og knapa – (eitt sæti laust!)

Námskeiðið er hugsað til að geta hentað öllum þeim sem vilja auka færni sína og komast lengra í að þróa sig sem knapa. Taka þátt í sýningum og keppnum, takast á við stress og álag sem stundum fylgir keppni. Að setja sér markmið, hugsa út fyrir kassann og að endingu auka þekkingu, innsæi og færi á sviði hestamennskunnar sem svo skilar sér í vel þjálfuðum hesti og knapa. Nemar vinna með sinn eigin hest.

Námskeiðið er sett upp sem fjögra helga pakki sem er þá annað hvort 3 helgar og endað á því að taka þátt í móti eða 4 helgar og sett upp mót í lok námskeiðs. Lögð er áhersla á að þátttakendur vinni vel í tímum, þjálfi markvisst á milli helga og leggi sig fram við að læra hver af öðrum.

 Hver helgi byrjar á fyrirlestri og fá nemendurna lesefni fyrir næsta tíma á eftir og heimaverkefni er lítur að því að setja sér markmið fyrir veturinn, skrifa niður atriðið sem þarf að bæta og setja upp þjálfunaráæltun með aðstoð leiðbeinanda.                                                                                                                                

Kennari: Þórdís Erla Gunnardóttir reiðkennari, auk aðila er koma að hrossadómum.

Tími:  4.-5. febrúar, 18.-19. febrúar,  3.-4. mars og 17.-18. mars. Á laugardögum eru tímarnir frá 10.00-18.00 og á sunnudögum frá kl 10.00-16.00 (66 kennslustundir), Grænhól (milli Hveragerðis og Selfoss). Með fyrirvara um breytingar.

Verð: 92.000 kr. Kennsla og aðstaða á staðnum fyrir hross verklegu helgarnar. Ef áhugi er fyrir því verður kannað með gistingu og hádegisverð.

Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr af heildarverði (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is