fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opnir vetrarleikar hjá Sóta

8. apríl 2015 kl. 11:20

Verðlaunahafar í tvígangi í flokki 17 ára og yngri á vetrarleikum Sóta.

Dómari dæmir eftir gæði gangtegunda en ekki eftir íþrótta/gæðingastuðlum.

Hestamannafélagið Sóti efnir til vetrarleika laugardaginn 11. apríl. Athygli er vakin á því að mótið er opið öllum.

 "Keppnin hefst með þrígangi á vellinum kl. 14:00 og fer þannig fram: Riðnir eru tveir hringir og skulu sýndar þrjár gangtegundir. Einn inni á vellinum í einu. Athugið að tölt telst sem ein gangtegund. Dómari dæmir hverja gangtegund fyrir sig og fimm efstu samanlögðu tölur gilda til sigurs. Dómari dæmir eftir gæði gangtegunda en ekki eftir íþrótta/gæðingastuðlum. 

Mótsstjóri er Haraldur Aikman (s: 8966577) og er hann alvaldur. 

Um kl. 16:00 (eða stuttu eftir þríganginn) er keppt í hindrunarstökki í gerðinu. Brautin verður sett upp á morgun, miðvikudag og enn er hægt að bæta við á námskeiðið hjá Karen. Það verður hægt að æfa sig alveg fram að móti. 

Skráning fer fram í Sport-Feng og lýkur kl. 22:00 föstudagskvöldið 10. apríl.  Munið að senda kvittun á haraldur@aikman.is.  Mótsgreinar eru þrígangur og hindrunarstökk.  

 Keppt er í báðum greinum:

  • 17 ára og yngri - 1.000.- pr skráning 
  • 18 ára og eldri - 1.000.- pr skráning 

 Staðan í stigakeppninni er á Facebook síðu Sóta. 

Vonumst til að sjá sem flesta, Sótafélaga og aðra.  Skemmtum okkur saman og höfum gaman," segir í fréttatilkynningu frá mótanefnd Sóta.