mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opna WR íþróttamótið - skráning hafin

24. júní 2010 kl. 09:33

Opna WR íþróttamótið - skráning hafin

Opið íþróttamót verður haldið í Víðidalnum helgina 2. - 4. júlí. Mótið er World Ranking mót og verður keppt í tölti, fjórgangi, fimmgangi, slaktaumatölti, gæðingaskeiði og 100m skeiði í öllum flokkum. Mótshaldarar áskilja sér þó rétt til að sameina flokka ef næg skráning fæst ekki í einhverjum greinum.

Skráning er hafin í gegnum tölvupóst mgunnarsd@hotmail.com og í síma 772 2211. Við skráningu þarf að gefa upp ISnúmer hests, kennitölu knapa og jafnframt upp á hvaða hönd knapar vilja ríða í hverri grein.

Skráningargjald er krónur 3.500,- á skráningu. Hægt er að leggja skráningargjöld inn á reikning 1185-05-401304 kt. 010465-5409. Skráning telst ekki staðfest fyrr en skráningagjald hefur verið greitt.

Síðasti skráningardagur verður föstudaginn 25. júní.

Veitingasala verður í Reiðhöllinni og verður Bjössi með kveikt á grillinu alla dagana og ættu allir að geta fengið eitthvað við sitt hæfi hjá honum.

Sölusýning verður á sunnudeginum og verður takmarkaður fjöldi sem kemst að. Skráning á sölusýninguna er krónur 3.500,-