sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opna íþróttamótið 2010

15. júní 2010 kl. 10:42

Opna íþróttamótið 2010

Opið íþróttamót verður haldið í Víðidalnum helgina 2. - 4. júlí. Keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi, slaktaumatölti, gæðingaskeiði og 100m skeiði í öllum flokkum. Mótshaldarar áskila sér þó rétt til að sameina flokka ef næg skráning fæst ekki í einhverjum greinum.

Skráningargjald er krónur 3.500,- á skráningu.

Síðasti skráningardagur verður föstudaginn 25. júní en skráning hefst eftir helgi og verður nánar auglýst síðar. Vegleg verðlaun verða í boði.

Sölusýning verður á sunnudeginum í tengslum við mótið og verður takmarkaður fjöldi sem kemst að. En skráning á sölusýninguna verður samhliða skráningu á mótið.