þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opna Bautamótið

6. febrúar 2012 kl. 11:53

Opna Bautamótið

Opna Bautamótið í tölti fer fram í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 18. febrúar n.k. og hefst kl.  20.

Aðgangseyrir er 1.500 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri.
 
Skráningargjald 2.500 kr.
Keppendur skulu hafa náð 16 ára aldri.  
Hjálmaskylda er á svellinu. Keppendum er heimilt að skrá fleiri en eitt hross til leiks.
 
Riðnir 3 hringir á tölti (hægt, hraðamun og fegurðar). Tvöfalt vægi á hægatöltinu.
Æfingatími fyrir keppendur er föstudagskvöldið 17. feb. kl. 21:15 - 22:15 (innifalið í skráningagjaldi).
Þar hafa einungis rétt á að mæta þau hross sem skráð eru til leiks með "sínum" knöpum.
Þátttökugjald greiðist á staðnum.
 
Tekið er við skráningum í netfang fornhagi@fornhagi.is og í símum: 462-2101, 893-9579 (Anna) og 893-1579 (Arnar) til kl. 21:00 miðvikudagskvöldið 15. feb. n.k. Að móti loknu verður opið hús í Top Reiter höllinni, reiðhöll Léttisfélaga.