laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opna Bautamótið í Skautahöllinni á Akureyri

3. febrúar 2010 kl. 10:37

Opna Bautamótið í Skautahöllinni á Akureyri

Opna Bautamótið í tölti 2010 verður haldið laugardaginn 20. febrúar n.k. í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið hefst kl. 20, aðgangseyrir 1.500,- frítt fyrir 12 ára og yngri.

Riðnir verða 3 hringir á tölti (hægt, hraðamun og fegurðar). Tvöfalt vægi á hæga töltinu.

Æfingatími fyrir keppendur er föstudagskvöldið 19. feb. kl. 21:15 (innifalið í skráningargjaldi). Þar hafa einungis rétt á að mæta þau hross sem skráð eru til leiks með “sínum” knöpum.

Skráningargjald 2.500,- Keppendur skulu hafa náð 16 ára aldri. Hjálmaskylda á svellinu. Keppendum er heimilt að skrá fleiri en eitt hross til leiks.

Þátttökugjald greiðist á staðnum. Tekið er við skráningum í netfang fornhagi@fornhagi.is eða í símum 462-2101/893-9579 (Anna) og 893-1579 (Arnar) til kl. 21:00 miðvikudagskvöldið 17. feb. n.k.

A og B-úrslit, aðgöngumiðahappdrætti og að móti loknu verður opið hús í Top Reiter höllinni, reiðhöll Léttisfélaga.  Um daginn verður einnig sölusýning í reiðhöll Léttis.

Nánari upplýsingar um mótið veitir Guðmundur í síma 897-3818.

Allir hjartanlega velkomnir á Bautamót 2010.