fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opna ALP/GÁK töltmótið

16. apríl 2010 kl. 09:04

Opna ALP/GÁK töltmótið

Hið árlega opna töltmót ALP/GÁK fyrir unga fókið fer að venju fram á sumardaginn fyrsta, 22. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum.

Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í flokkum barna, unglinga og ungmenna.

Skráning fer eingöngu fram á vefnum www.gustarar.is Hefst hún föstudaginn 16.april og mun standa fram á miðnætti nk. mánudaginn 19. apríl. Skráningargjald er kr. 200 0 fyrir hverja skráningu.
Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest til keppni, en komi keppandi fleiri en einum hest í úrslit skal velja einn hest til úrslitakeppninnar.

Eignabikarar fyrir fimm efstu sætin í hverjum flokki.

Mótið hefst kl. 14:00 og á sama tíma og mótið fer fram er hið árlega kaffihlaðborð kvennadeildar Gusts og því tilvalið að skella sér í Glaðheima, fá sér kaffi og fylgjast með unga fólkinu spreyta sig í keppni á gæðingum sínum.