miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opinn fundur um málefni landsliðsins

26. maí 2009 kl. 09:41

Landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og landsliðsnefnd LH boðar til opins fundar um málefni landsliðsins. Fundurinn fer fram í kvöld, þriðjudaginn 26. maí, í reiðhöllinni Víðidal kl. 18:00.

Fjallað verður um komandi úrtöku og val á landsliði Íslands fyrir heimsmeistaramótið í Sviss í sumar. Einnig verður fjallað um málefni liðsins frá ýmsum hliðum, umgjörð, utanumhald og hlutverk. Fundurinn er öllum opin og eru knapar, dómarar og annað áhugafólk sérstaklega hvatt til að mæta.

Kveðja Landsliðsnefnd LH