sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opin mótaröð í Rangárhöllinni

17. janúar 2015 kl. 10:18

Hestamannafélagið Geysir

Hófadynur Geysis og Samverks 2015 hefst á miðvikudag.

Keppt verður fjórgangi á fyrsta móti Hófadyns mótaraðarinnar sem hestamannafélagið Geysir stendur fyrir. Mótið verður haldið miðvikudagskvöldið 21. janúar og hefst klukkan 18 í Rangárhöllinni, samkvæmt tilkynningu frá félaginu:

„Skráning er hafin á heimasíðu Geysis, www.hmfgeysir.is, og líkur á miðnætti  mánudag 19.janúar.

Ef upp koma vandræði við skráningu má hafa samband við  Ólaf Þórisson í síma 8637130. Skráningargjald er 4.000kr.

Aðgöngumiði kostar 1.000kr og er einnig happadrættismiði.  Verður dregið út á hverju keppniskvöldi.

Hófadynur Geysis er þriggja móta röð þar sem einstaklingar safna stigum í gegn um mótaröðina.  Tíu efstu sæti í hverri grein fá stig sem sem telja til samanlagðs árangurs í mótaröðinni.

Einungis verða riðin A-úrslit þar sem sex efstu úr forkeppni etja kappi.  Knapar í sjöunda til tíunda sæti fá stig miða við árangur þeirra úr forkeppni.

Mótið er opið, keppt í einum flokki og tveir inn á í einu í forkeppni nema að sjálfsögðu í töltfimi þar sem ætíð er einn inn á velli í senn.  Fimm dómarar dæma og dettur hæsta og lægsta einkunn út.

Glæsileg verðlaun verða veitt sigurvegurum einstakra  mót og heildarsigurvegara mótaraðar

Hvert mót um sig er sjálfstæð keppni þar sem hart verðu barist um sigur ekki síður en í keppninni um heildarsigurvegara.    Aðgöngumiðar á mótin verða happadrættismiðar  í leiðinni og verður dregið úr miðapottinum á hverju móti.    Í boði eru veglegir vinningar, folatollar og fleira.   Á síðasta móti verða einnig boðnir upp folatollar undir nokkra af bestu stóðhestum landsins.”