miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opin hesthús í Hestablaðinu

21. mars 2012 kl. 11:36

Aðalsteinn Steinþórsson og Petra Mazetti eru með svokallað opið hesthús í Ölvisholti.

Ódýrari og hestvænni kostur

Í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 22. mars, er spjallað við Petru Mazetti og Aðalstein Steinþórsson um svokölluð opin/köld hesthús, en þau hafa útbúið eitt slíkt í Ölvisholti í Flóa. Þar sem hestar eru í frjálsri vist, eins og þau kalla það. Það er að segja, ganga við opið, en eru á járnum og fá brúkun og fóðrun eins og reiðhestar í hefðbundnum hesthúsum. Tilraunir gefa vísbendingar um að opið hesthús sé mun heppilegri og hestvænni kostur en nútíma glæsihesthús. Og mun ódýrari!

Lesið um opin hesthús í Hestablaðinu. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622