föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opin gæðingakeppni hjá Faxa

5. júlí 2012 kl. 13:49

Opin gæðingakeppni hjá Faxa

Opin gæðingakeppni Faxa 2012 verður haldin á Mið-Fossum Laugardaginn 21.júlí og hefst keppni kl.10:00. Keppt verður í A­ flokki , B- flokki, barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki.

Skráningargjald er 2500 kr. í A og B- flokk fyrir fyrsta hest og svo 1500 kr. Ungmenni 2500 kr, börn og unglingar 1500kr. Skráning á netföngin thordis@isam.is og í síma  8995140  Ómar. Skráningu lýkur þriðjudaginn 17.júlí kl. 22:00. Skráningargjöld skulu greiðast á reikning 0326-26-5300 kt.530169-0659 fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 18.júlí(annars telst skráningin ekki gild), setja skal IS númer hests sem skýringu. Senda skal kvittun fyrir greiðslunni á thordis@isam.is. Við skráningu þarf að gefa upp nafn og fæðingarnúmer hests og einnig nafn, kennitölu og aðildarfélag eiganda og knapa.