mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið vetrarmót næstu helgi

1. mars 2011 kl. 22:51

Opið vetrarmót næstu helgi

Hestamannafélagið Sleipnir mun standa fyrir öðru opnu vetramóti í reiðhöllinni að Brávöllum Selfossi laugardaginn 5 mars kl. 14.  

Keppt verður í ungmennaflokki, unglingaflokki  barnaflokki og pollaflokki (má teyma) opnum flokki, áhugamannaflokki, 1. flokki og nýjum flokki "Áhugamenn 2" sem er ætlaður minna vönu keppnisfólki.

Allir flokkar nema "Áhugamenn 2" keppa til stiga í mótaröðinni.

Í hverju holli ríða 5-10 knapar inni á velli og verður röð þeirra birt við dyrnar austan meginn. 
Engin skráningagjöld eru fyrir börn og polla, en
500 kr. fyrir unglinga,
1000 kr fyrir ungmenni og
1500 kr fyrir fullorðna Sleipnisfélagar
Skráningargjöld eru 2000 kr. fyrir aðra.

Skráning fer fram samdægurs milli kl. 12-13 í Hliðskjálf.