sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið töltmót hjá Sóta

5. júní 2011 kl. 22:36

Opið töltmót hjá Sóta

Hestamannafélagið Sóti heldur opið töltmót (T1) þriðjudaginn 14. júní kl. 18.

“Mótið verður haldið á velli félagsins við Breiðumýri á Álftanesi, en völlurinn hefur verið lofaður af atvinnumönnum og verður í toppstandi.

Keppt verður í tveimur flokkum ef næg þátttaka fæst

a) Meistaraflokki 
b) 1.flokki 

Opið verður fyrir skráningar frá 6.- 9. júní frá kl. 20:00 – 22:00 í síma 618-0266. Skráningargjald er 3.500.- krónur á hest og er skráning gild þegar búið er að greiða með greiðslukorti eða innleggi inná bankareikning.

Verðlaun fyrir fyrsta sætið í báðum flokkum er hestamynd eftir Helmu Þorsteinsdóttur. 

Nú er lag að anda að sér fersku sjávarloftinu á Álftanesi, prófa frábæran völl og ná sér í flottar einkunnir. Svo er aldrei að vita hver mun afhenda verðlaunin!

Sjáumst á Álftanesi 14 júní,” segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Sóta.