fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið töltmót á Hellu

4. júní 2011 kl. 15:34

Opið töltmót á Hellu

Opið töltmót verður haldið á Hellu mánudaginn 13.júní annan í hvítasunnu eftir að seinni umferð í úrtökunni hjá Geysir, Loga, Smára og Trausta er lokið. Mótið verður opið punktamót og einn af síðustu möguleikum til að komast inn á landsmót í töltkeppnina þar.

Fer skráning fram næsta mánudagskvöld 6.júní klukkan 19:00 – 22:00 á kannslaranum á Hellu og í síma 8642118 Hallgrímur, 8943106 Vignir, 8939966 Steinn.

Skráningargjald er 4000 kr á hest og fer greiðsla fram á sama tíma, mánudagskvöld 6.júní klukkan 19:00 – 22:00 gegnum síma.

Fram þarf að koma IS-númer og nafn hests, nafn og kt knapa, hestamannafélag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá mótanefnd Geysis.