mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið töltmót á fimmtudag

22. mars 2011 kl. 14:10

Opið töltmót á fimmtudag

Hestamannafélagið Grani LBHÍ stendur fyrir opnu töltmóti að Mið-Fossum nk. fimmtudag 24. mars. Mótið er það þriðja og síðasta í Granamótaröðinni og hefst kl. 19. Keppt verður í 1. flokki (hefðbundin töltkeppni) og í 2. flokki (án hraðabreytinga).

Skráningar skal berast á netfangið grani@lbhi.is fyrir kl. 16 á keppnisdegi.

Við skráningu skal koma fram nafn knapa, nafn hests, litur, aldur og ætterni hestsins, upp á hvaða hönd keppandi vill ríða.

Frítt er inn á Granamótaröðina og verður veitingasala á staðnum.

Meðfylgjandi eru tvær myndir frá fjórgangskeppni Granamótaraðarinnar.