fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið þrígangsmót

11. febrúar 2012 kl. 10:38

Opið þrígangsmót

Opna þrígangsmót Andvara og Lýsis verður haldið í reiðhöll Andvara, föstudaginn 17. febrúar.

 
Eftir mótið verður Bjórkvöld í félagsheimili Andvara, þar sem hinn magnaði trúbador og rokkari Eyþór Ingi heldur uppi fjörinu. Súpa og léttar veitingar í boði gegn vægu gjaldi.
 
Fjórir flokkar í boði:
  • 17 ára og yngri
  • Minna vanir
  • Meira vanir
  • Opinn flokkur
 
Fyrirkomulag verður þannig að tveir til þrír eru inná vellinum í einu og riðið eftir þul. Val er hvort riðið er uppá hægri eða vinstri hönd en í úrslitum verður riðið uppá vinstri. Sýna á fegurðartölt, brokk og hægt stökk. Skráningargjöld: 2500 kr á hest.
 
Skráning í félagsheimili Andvara, þriðjudag 14. feb. kl. 19-22 og í símum: 8258205 (Stella), 8253064 (Ásgerður), 6612363 (Gulla)
 
Allar nánari upplýsingar hér og hér.