fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið þrígangsmót

6. mars 2014 kl. 09:55

Hestamannafélagið Sprettur

Hestamannafélagið Sprettur

Hestamannafélagið Sprettur heldur opið þrígangsmót í reiðhöll Spretts föstudaginn 14 mars n.k. 

Mótið hefst kl. 17. Boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:
17 ára og yngri
Minna vanir
Meira vanir
Opinn flokkur
Sýna á fegurðartölt, brokk og stökk. Ef 20 eða fleiri skrá í flokk verður boðið upp á B-úrslit.
Vegleg verðlaun, glæsilegasta parið valið og dregin út verðlaun meðal keppenda.

Skráning hefst fimmtudaginn 6.mars og stendur til miðnættis þriðjudaginn 11.mars. og fer eingöngu fram rafrænt  á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add veljið hestamannafélagið Sprettur og svo viðburðinn Þrígangsmót. 

Ef einhver vandræði koma upp í skráningu sendið póst ámotanefnd@sprettarar.is  Skráningargjald er kr. 3.500 á hest