sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið Þrígangsmót í reiðhöll Andvara

15. febrúar 2010 kl. 18:47

Opið Þrígangsmót í reiðhöll Andvara

Laugardaginn 20.febrúar kl. 17:00 verður opið þrígangsmót í reiðhöllinni í Andvara. Mótið er styrkt af Lýsi.  Til að skrá sig þarf að senda tölvupóst fyrir kl.23:00 á fimmtudag á netfangið hulda08@gmail.com.

Eftirfarandi þarf að koma fram;
Nafn, símanúmer og kennitala knapa og IS númer hests, uppá hvora hönd er farið og greiðslukvittun fyrir keppnisgjaldi.
Banki 318-26-15502, kennitala 441083-0419.
Skráningargjald er 2000kr.

Fyrirkomulag á mótinu er þannig að tveir eru inná vellinum í einu og ríða eftir þul, val er hvort riðið sé uppá hægri eða vinstri. Riðið er upp á vinstri hönd í úrslitum. Sýna á fegurðartölt, brokk og hægt stökk.

Flokkarnir verða tveir:

1. 17 ára og yngri. (´93 módel og yngri)
2. 18 ára og eldri. (´92 módel og eldri)

Mótanefnd Andvara