miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið smalamót Harðar

31. janúar 2012 kl. 12:40

Opið smalamót Harðar

Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir opnu smalamóti í reiðhöll sinni í Mosfellsbæ laugardaginn 4. febrúar kl. 13. Keppt verður í fjórum flokkum:

  • Barnaflokki
  • Unglingaflokki
  • Ungmennaflokki
  • Fullorðinsflokki

Skráning verður á milli kl. 11-12 þann sama dag í reiðhöllinni, skráningargjald er 1.000 kr. en frítt fyrir þátttakendur í barnaflokki.