fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið skeiðmót á Sauðárkróki

23. september 2009 kl. 15:43

Opið skeiðmót á Sauðárkróki

Föstudaginn  25. september kl. 15.00 heldur Skeiðfélagið Kjarval  opið skeiðmót á svæði hestamannafélagsins Léttfeta, Fluguskeiði á Sauðárkróki.  Keppt verður í 150 og 250 metra skeiði úr básum. Tekið er á móti skráningum á netfangið thorsteinn@mail.holar.is. Skráningu lýkur miðvikudaginn 23. september klukkan 22:00. Skráningargjald er krónur 2.000,- á fyrstu skráningu en 1000,- kr eftir það. Við skráningu þarf að gefa upp kennitölu knapa og IS-númer hests og grein. Leggja skal skráningargjöld inn á reikning 0161-05-0700044 kt. 110380-4619.

Skeiðfélagið Kjarval.