miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið punktamót

8. júlí 2014 kl. 14:21

Árni Björn Pálsson á Stormi frá Herríðarhóli, Íslandsmeistari í tölti 2012. Mynd/Jón Björnsson

Engin úrslit riðin.

Opið punktamót verður haldið í Fáki nk. laugardag. Keppt verður í tölti, slaktaumatölti, fjórgangi og fimmgangi. Mótið verður haldið laugardaginn 12. júlí og er öllum opið og tilvalið fyrir þá sem vilja ná sér í lágmarkseinkunn fyrir Íslandsmótið eða bara taka eitt rennsli. Ekki verða riðin úrslit, heldur eru allir flokkar keyrðir saman og þrí inn á í einu og riðið eftir þul.

Skráning á sportfengur fram að hádegi á föstudag - http://temp-motafengur.skyrr.is/ 

Verð kr. 2.000 á grein.