þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið punktamót

9. júní 2014 kl. 23:01

Guðmar Freyr Magnússon er Íslandsmeistari í 100m. skeiði unglinga á Fjölni frá Sjávarborg

Vantar þig að koma gæðingnum inn í tölti eða skeiði?

Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í punkta í tölti og tíma í skeiði fyrir Landsmót í sumar! Opið punktamót fyrir Landsmót verður haldið að Sörlastöðum miðvikudaginn 11. júní nk. kl. 18:30. Boðið verður upp á keppni í Tölti T1 og tímatöku í skeiði. Engin úrslit verða riðin, aðeins forkeppni.

Hvar: Sörlastöðum í Hafnarfirði

Hvenær: miðvikudaginn 11. júní nk. kl. 18:30

Verð: 
Tölt T1 - 3.000 kr. pr skráningu
Skeið - 2.000 kr. pr.skráningu

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Skráningu lýkur kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 10. júní.