miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið páskamót Sleipni - skráning á morgun

16. apríl 2011 kl. 20:37

Opið páskamót Sleipni - skráning á morgun

Opið Páskamót Sleipnis verður haldið nk. miðvikudag 20. apríl í Ölfushöll kl. 18. Keppt verður í tölti og skeiði.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Tölt 17 ára og yngri
Tölt Áhugamannaflokkur
Tölt Opinn flokkur
Skeið

Þrír keppendur verða inn á vellinum í einu í forkeppni töltflokka.

Skráning verður sunnudagskvöldið 17 apríl milli kl. 20 og 22 í síma 8469750 og 8464582.

Skráningagjöld eru 3.000 kr. (2.500 kr. félagsmenn ) í opinn flokk og áhugamannaflokk, 2.000 kr. (1.500 kr. félagsmenn) í 17 ára og yngri en 1.500 kr. (1.000 kr. félagsmenn) í skeiðkeppni.

Ath. eingöngu hægt að greiða með kortum eða reiðufé.

Styrktaraðilar mótsins eru Proline & Lögmenn Suðurlands