miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið páskamót Geysis

20. apríl 2011 kl. 23:20

Opið páskamót Geysis

Minnt er á á opið þrígangsmót Geysis sem verður haldið í Rangárhöllinni á Hellu annað kvöld kl. 20 í fréttatilkynningu frá mótshöldurum.

“Skráning er á staðnum frá kl 19:00 og kostar skráningin 1000 í barna- og unglingaflokk en 2000 kr í ungmenna- og fullorðinsflokkana. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, opinn flokkur 2 og opinn flokkur 1. Sýna skal tölt á frjálsum hraða, brokk á frjálsum hraða og hægt stökk. Verðlaunin verða páskaegg eins og í fyrra.

Styrktaraðilar mótsins eru Hrossaræktarbúið Þúfa, Hrossaræktarbúið Grímsstaðir, Hrossaræktarbúið Strandarhjáleiga, Hrossaræktarbúið Skíðbakka III og SS á Hvolsvelli.”