sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið næturbrölt

29. janúar 2015 kl. 09:24

Hestamannafélagið Sóti

Töltum inn í nóttina undir dansandi norðurljósum.

Hestamannafélagið Sóti heldur opið töltmót, laugardagskvöldið 31. janúar kl., 20:00 á upplýstum velli félagins á Álftanesi. Riðið verður hægt tölt og fegurðartölt og 5 bestu í hvorum flokki ríða úrslit. Skráning er á staðnum (í félagshúsinu) frá kl. 19:00—20:00

Keppt verður í tveimur flokkum - 18 ára og eldri (skráningargjald: 1.000.– kr. per hest) - 17 ára og yngri (skráningargjald: 500.– kr per hest) Verðlaunaafhending fer fram í félagshúsinu eftir mót og kemur hver með fljótandi veitingar fyrir sig og sína.