miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið Karlatölt Spretts

16. mars 2014 kl. 22:41

Hestamannafélagið Sprettur

Glæsilegir vinningar

Opið Karlatölt Spretts verður haldið föstudaginn 21.mars í stærstu reiðhöll landsins, reiðhöll Spretts á Kjóavöllum. Þrír flokkar verða í boði og er aldurstakmark 18 ár ( miðast við ungmennaflokk):

Minna vanir (hægt tölt og fegurðartölt). Sigurvegarinn hlýtur 10.000 kr. 

Meira vanir (hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt). Flokkurinn er styrktur af fyrirtækjunum Vögnum & Þjónustu og  Pennanum. Sigurvegarinn hlýtur 50.000 kr., annað sætið hlýtur 30.000 kr. og þriðja sætið hlýtur 15.000 kr.

Opinn flokkur (hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt). Flokkurinn er styrktur af Heimahaga. Sigurvegarinn hlýtur 50.000 kr., annað sætið hlýtur 30.000 kr. og þriðja sætið hlýtur 15.000 kr.

Aðeins er hægt að skrá í gegnum skráningakerfið www.sportfengur.com og lýkur skráningu miðvikudaginn 19.mars kl. 20:00. Skráning pr. hest er 4000 kr. Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest.

Stórglæsileg verðlaun eru í boði;

-        Peningaverðlaun verða í flokknum meira vanir og í opna flokknum

-        Dregnir verða út folatollar þar sem allir A – úrslitaknapar eru í pottinum

-        Jón söðlasmiður gefur beislissett fyrir sigurvegara í hverjum flokki

-        Spónn.is gefur öllum A – úrslitaknöpum spónapoka

-        Barki ehf. gefur fóður

-        Ingi gullsmiður í Sign gefur glæsilegasta pari mótsins skartgrip

Kvenfólkið mætir í stúkuna til þess að styðja strákana og veitingar verða seldar á vægu verði.