mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið Karlatölt í Andvara

25. mars 2010 kl. 11:26

Opið Karlatölt í Andvara

Opið karlatölt Andvara föstudaginn 26. mars og síðasti skráningadagur er í dag, fimmtudaginn 25. mars. Skráningargjöld eru aðeins 2.000 krónur, skráning  í eftirfarandi símanúmer: 660-1813, 896-8242, 893-4425, 6921058 og 696-4995.

Í boði eru 3 flokkar:

  • Opinn flokkur: Fyrir vana keppnismenn þar sem riðið er hefðbundið töltprógramm
  • Meira vanir: Fyrir þá sem hafa aðeins verið á keppnisvellinum. Riðið er hefðbundið töltprógramm
  • Minna vanir: Lítið vanir keppnismenn. Riðið er hægt tölt og svo tölt á frjálsum hraða. Í þessum flokki er hægt að feta (tölta) sín fyrstu skref á keppnisvellinum


Ráslistar og tímasetningar verða birtar á www.andvari.is á föstudaginn. Mótið byrjar stundvíslega 17:30.

Nefndin