laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið Karlatölt í Andvara

22. mars 2010 kl. 14:10

Opið Karlatölt í Andvara

Opið Karlatölt verður haldið í Andvara föstudaginn 26. mars. Skráning fer fram þriðjudaginn 23 mars. Skráningargjöld eru aðeins 2.000 krónur og fer skráningin fram í félagsheimili Andvara þiðjudaginn 23. mars frá kl. 19-21.

Einnig er hægt að hringja og skrá á sama tíma í eftirfarandi símanúmer: 660-1813, 896-8242, 893-4425, 6921058 og 696-4995.

Einnig verður söngur og gleði í félagsheimilinu eftir keppnina fram yfir miðnætti.

Í boði eru 3. flokkar

Opin flokkur: Fyrir vana keppnismenn þar sem riðið er hefðbundið Tölt prógramm

Meira vanir:
Fyrir þá sem hafa aðeins verið á keppnisvellinum. Riðið er hefðbundið Tölt prógramm.

Minna vanir: Lítið vanir keppnismenn. Riðið er hægt tölt og svo tölt á frjálsum hraða. Í þessum flokki er hægt að feta (tölta) sín fyrstu skref á keppnisvellinum.

Vegleg verðlaun eru í boði í öllum flokkum. Aldurstakmark er 18 ár, en miðað er við fyrsta ár í Ungmennaflokki.

Ljóst er að hart verður barist í öllum flokkum því við höfum fregnir af því að hestamenn hafi verið á ferðinni undanfarna daga til að fá lánaða hesta eða hafi ráðið sér þjálfara til að undirbúa sig fyrir mótið. Konur eru hvattar til að hvetja sína kalla og eru velkomnar á áhorfendapallana á meðan húsrúm leyfir!

Missið ekki af opna Karlatöltinu hjá Andvara og nú bara að skella sér að bak og sigra. Þeir karlar sem lenda í úrslitum og eru með mottu verða í potti sem dregið verður úr í lok keppninnar og fá óvæntan glaðning.