miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið íþróttamót Þyts

13. ágúst 2013 kl. 10:00

Þytur mun halda opið Íþróttamót á Kirkjuhvammsvelli dagana 17-18ágúst. Skráningar verða að berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 13.ágúst. 

Sjá tilkynningu frá Hestamannafélaginu Þyts hér fyrir neðan:

"Opið íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 17 - 18 Ágúst 2013

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 13 Ágúst á netfangið thytur1@gmail.com. Það sem koma þarf fram í skráningu er IS-númer hests, kt. knapa, hvaða grein er keppt í og uppá hvaða hönd. Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 2.500 kr. Fyrir börn og unglinga 1.500 kr. og 500 kr. fyrir pollana. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 í síðasta lagi fyrir kl 21:00 fimmtudaginn 15. Ágúst annars ógildist skráningin og viðkomandi fer ekki á ráslista.

Greinar:
4-gangur og tölt 1.flokkur
4-gangur og tölt 2.flokkur
4-gangur og tölt ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur og tölt unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur og tölt barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)

pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu)
5-gangur 1.flokkur

Tölt T2 1.flokkur
gæðingaskeið
100 metra skeið
200 metra Brokk
200 metra Stökk"