mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið íþróttamót Spretts 2018

Óðinn Örn Jóhannsson
4. maí 2018 kl. 10:07

Hestamannafélagið Sprettur

Haldið á Samskipavellinum dagana 18. – 20. maí.

Opið íþróttamót Spretts verður haldið á Samskipavellinum dagana 18. – 20. maí. Skráning hefst 2. maí og stendur til miðnættis sunnudaginn 13. maí. Ekki verður tekið við skráningum eftir það.  Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Eingöngu er tekið við greiðslum gegn kreditkortum. 

Mótanefnd Spretts áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þáttaka. Lög og reglur um eftirfarandi flokka má finna inná https://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/2018/lh_logogreglur_2017_1_vidauki_1_2018.pdf

Dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. 

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka og keppnisgreinar:

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Tölt T3 – Tölt T7

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1

2. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1

1. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1

Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 – Fimmgangur F1 – Tölt T1 – Tölt T2 – Gæðingaskeið PP1

Kappreiðar: 250 m skeið P1 – 150 m skeið P3 – 100 m skeið P2 

 

Skráningagjöld eru eftirfarandi:

Barnaflokkur og unglingaflokkur: 3500 kr. 

Ungmennaflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur: 5000 kr. 

Gæðingaskeið: 4500 kr. 

Kappreiðaskeið: 3000 kr.    

Ef þið lendið í vandræðum við skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á spretturmot@gmail.com.