miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið íþróttamót á Sörlastöðum

4. maí 2015 kl. 09:20

Keppt í tólf greinum dagana 14. - 17. maí.

Opið íþróttamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum dagana 14. - 17.maí n.k. 

Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum greinum:

 •  Fimmgangur F1: meistarar
 •  Fimmgangur F2: unglingar, ungmenni, 2 flokkur 1. flokkur
 •  Fjórgangur V1: meistarar
 •  Fjórgangur V2: börn, unglingar, ungmenni, 2 flokkur 1 flokkur
 •  Tölt T1: meistarar
 •  Tölt T3: unglingar, ungmenni , 2. flokkur 1. flokkur
 •  Tölt T7: börn, unglingar, 2 flokkur
 •  Skeið: 100m, 150m, 250m
 •  Gæðingaskeið PP1: unglingar, ungmenni, 2. flokkur 1. flokkur, meistarar 
 •  Slaktaumatölt T4: unglingar, ungmenni, 2. flokkur,1. flokkur 
 •  Slaktaumatölt T2: meistarar
 •  Pollaþrígangur
 •  Pollar

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.

 Skráningagjöld eru 3.000 kr. á hverja keppnisgrein nema polla sem er 1.000 kr.  Skráning hefst 3. maí og lýkur 9 maí.  

ATHUGIÐ: Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.

Skráning er á eftirfarandi vefslóð:  Sportfengur.  Nánari leiðbeiningar um skráningu í Sportfeng má nálgast hér.

Athugið Í skráningakerfi Sportfengs er:

 •  Pollaþrígangsflokkur skráður sem þrígangur/annað
 •  Pollaflokkur skráður sem annað/annað


Í nýsamþykktum reglum um styrkleikaflokkun:

 • er þrengd heimild þeirra sem taka þátt í léttari greinum, T7 og V5 til að taka þátt í öðrum keppnisgreinum á sama móti.  Þetta er hugsað til að T7 og V5 þjóni sínum tilgangi fyrir minna vana knapa en fyllist ekki af vönum knöpum á nýjum hestum.  (ÍSLENSK SÉRREGLA)
 • geta knapar einungis keppt annað hvort í 1, 2  eða meistaraflokki, þ.e. einungis einum flokki á hverju móti. 

Í lögum og reglum um keppni á vegum LH 2015-1 er eftirfarandi ritað um styrkleikaflokkun opins flokks:

 • 2. flokkur: Hugsaður fyrir minna vant keppnisfólk. Hámark 3 keppendur inni á vellinum í einu. Til dæmis T3, T4, V2 og F2. Fyrir þennan flokk má nota venjulegar greinar og einnig léttari keppnisgreinar fyrir minna vant keppnisfólk sem finna má í kafla um keppnisgreinar. Til dæmis T7 og V5 fyrir þá sem ekki keppa fyrrtöldum greinum.
 • 1. flokkur: Hámark 3 keppendur inni á vellinum í einu svo sem greinum T3, T4, V2 og F2 og fleirum. Meistaraflokkur:
 • Í Meistaraflokki skulu notaðar hringvallargreinar þar sem keppendur eru einir inn á vellinum í einu; T1, T2, V1 og F1. Þar mega allir taka þátt og er hann hugsaður fyrir reynt keppnisfólk. Keppandi má einungis keppa í einum flokki, þ.e. 2. flokki, 1. flokki eða meistaraflokki á sama móti. Rísi ágreiningur um flokkaskiptingu keppenda, hefur mótsstjórn úrskurðarvald. 
 • Vonum við að þetta hjálpi keppendum við val á flokk og keppnisgreinum.

Frekari upplýsingar um lög og reglur í keppnum LH má finna hér: Lög og reglugerðir um keppni á vegum LH 2015 - 1 (link is external)

Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu félagsins, fésbókarsíðu félagsins og öðrum hestamiðlum þegar nær dregur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá mótanefnd Sörla.