miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið íþróttamót Sörla

1. maí 2014 kl. 09:44

Sörli

Verður haldið á Sörlastöðum í Hafnarfirði

Opið íþróttamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum helgina 16. - 18.maí n.k. Undirbúningur er í fullum gangi.  

Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum greinum:

 
 • Pollar

 • Fimi

 • Skeið: 100m, 150m, 250m

 • Gæðingaskeið: unglingar, ungmenni, 2. flokkur 1. flokkur, meistarar

 • Slaktaumatölt T4: unglingar, ungmenni, 2. flokkur 1. flokkur

 • SlaktaumatöltT2: meistarar

 • Tölt T3: unglingar, ungmenni 2. flokkur 1. flokkur

 • Tölt T1: meistarar

 • Tölt T7: börn, unglingar, ungmenni, 2 flokkur

 • Fjórgangur V2: börn, unglingar, ungmenni, 2 flokkur 1 flokkur

 • Fjórgangur V1: meistarar

 • Fimmgangur F2: unglingar, ungmenni, 2 flokkur 1. flokkur

 • Fimmgangur F1: meistarar

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu félagsins, fésbókarsíðu félagsins og öðrum hestamiðlum þegar nær dregur.