mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið íþróttamót Gusts WR

30. apríl 2010 kl. 09:05

Opið íþróttamót Gusts WR

Íþróttamót Gusts, sem er opið World Ranking mót, mun fara fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 15. -16. maí nk.
Skráning fer fram dagana 6. - 10. maí á vefnum www.gustarar.is undir liðnum skráning.


Keppnisgreinar verða eftirfarandi:

  • Börn : Tölt, fjórgangur og fimi A
  • Unglingar: Tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið og fimi A.
  • Ungmenni: Tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, slaktaumatölt og flugskeið.
  • Fullorðnir 2. flokkur: Tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, slaktaumatölt og flugskeið.
  • Fullorðnir 1. flokkur: Tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, slaktaumatölt og flugskeið.

 
Skráningagjöld eru:
Börn og unglingar: 2500 kr. hver skráning.
Aðrir: 3500 kr. hver skráning.
Ganga þarf frá greiðslu skráningargjalda með greiðslukorti við skráningu.
 
Mótanefnd Gusts