föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið ísmót Riddara Norðursins

11. febrúar 2015 kl. 15:34

Riddarar norðursins

Laugardagur til lukku.

Opna Ísmót Riddara Norðursins verður haldið á Tjarnatjörninni við reiðhöllina Svaðastaði, næstkomandi laugardag 14. febrúar.

"Einungis verður keppt í tölti, en keppt verður í þremur flokkum, 16 ára og yngri, minna vanir og meira vanir. Skráning fer fram í Tjarnabæ frá kl 11:30 til 12:30 og kostar skráningin 1000 kr.  Mótið hefst kl 13:00. Opið mót þýðir að allir mega taka þátt.

Kaffisala verður í Tjarnabæ og verðlaunaafhendingar munu fara fram þar að móti loknu.
Ríða skal eina ferð á hægu tölti, næst skal sýna hraðabreytingar á tölti, þar á eftir greitt tölt og seinasta ferðin er frjálst val. Veitingastaðurinn Ólafshús mun gefa öll verðlaun í öllum flokkum.

Má þess geta að Riddurum Norðursins þykir gaman að halda mót, hvort sem sé fyrir hesta eða menn, og vonast þeir því til að sjá sem flesta á ísnum. Mótið hefur jafnan verið vel sótt af allskonar gæðingum, og allar líkur á að svo verði einnig þetta árið.

Nú er spáð góðu magni af frosti næstu daga og hægviðri á laugardaginn, þá er um að gera að dusta rykið af sér og mæta á Tjarnartjörnina með gæðinginn sinn," segir í tilkynningu frá Riddurum Norðursins.