sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið ísmót á Vatnshlíðarvatni

23. febrúar 2010 kl. 10:51

Opið ísmót á Vatnshlíðarvatni

Opið ísmót verður haldið á Vatnshlíðarvatni næstkomandi sunnudag 28.febrúar klukkan eitt (13:00). Keppt verður í A-og B-flokki, tölti og í flokki 16 ára og yngri.

Skráning er hjá Hönnu og Gumma Varmalæk í síma 8966887 eða á netfangið gudmhanna@visir.is og keppendur þurfa að vera búnir að skrá sig fyrir hádegi á laugardaginn 27.febrúar.

Skráningargjald er 1000 kr.og greiðist á staðnum áður en lagt er að stað í braut. Jónína formaður og Guðmundur Þór taka við greiðslum.

Um að gera að taka fram fákana og skella sér á ísinn.

Nánari Upplýsingar á síðu félagsins www.123.is/stigandafelagar