sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið Ísmót á Rauðavatni

25. febrúar 2010 kl. 13:01

Opið Ísmót á Rauðavatni

Opið Ísmót á Rauðavatni laugardaginn 27. febrúar (vegleg peningaverðlaun). Mótið hefst klukkan 13:00.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum

  • Tölt (áhugamenn)
  • Tölt (opinn flokkur)
  • A flokkur (opinn)
  • B flokkur (opinn)


Vegleg verðlaun eru í boði!!

  • Reiðskóli Reykjavíkur gefur 25 þúsund krónur fyrir 1. sæti í A - og B - flokki.
  • Kranaþjónusta Rúnars gefur 25 þúsund fyrir 1. sæti í Tölti Áhugamanna.
  • SS hellulagnir gefur 25 þúsund fyrir 1. sæti í Tölti Opnum flokk.
  • Top Reiter gefur glæsilegar ábreiður fyrir 2. sæti í öllum flokkum.
  • Barki gefur marstall fóðurpoka fyrir 3. sæti í öllum flokkum.


8 ríða til úrslita í öllum flokkum.

Dagskráin er svohljóðandi:

Tölt áhugamenn ( hægt tölt, hraðabreytingar, fegurðartölt)
Tölt opinn flokkur (hægt tölt, hraðabreytingar, yfirferðartölt)
A flokkur (Tölt, brokk, frjáls ferð, skeið)
B flokkur (hægt tölt, brokk, yfirferðar tölt, frjáls ferð)

Riðið er á beinni braut og eru 3 knapar inná í einu.

Meðal knapa sem mæta eru stórknaparnir Logi Laxdal, Sigurður V Matthíasson og Edda Rún Ragnarsdóttir.

Opið verður fyrir skráningu á mailinu fakur@simnet.is frá og með deginum í dag til klukkan 11 á laugardagsmorgun. Einnig verður opið fyrir skráningu í síma 696 2904 frá klukkan 9-11 á laugardagsmorgun. Skráningargjaldið er 1500 kr.

Fjölmennum nú á mótið og gerum okkur glaðan dag á Rauðavatni.

Góð veðurspá er fyrir laugardaginn og búið er að þykktarmæla ísinn.